Slide Hópar & samkomur

Hafðu samband

  … eða hringdu til okkar í síma 895 0020.

  Mjög snyrtilegir salir í Lista og menningarverstöðinni á Stokkseyri. Er í sama húsnæði og Draugasetrið og Álfa-, trölla og norðurljósasafnið.

  Í stærri salnum er stórt svið og mjög gott rými bak við sviðið. Eldhús er við minni salinn, þar er uppþvottavél, kaffikönnur, bakarofn og leirtau.

  Hægt er að leigja minni salinn sér en ef stærri salurinn er tekinn fylgir minni salurinn með.

  Út frá minni salnum er hægt að fara út 100 fm svalir með fallegu útsýni yfir hafið. Á svölunum er stórt grill og setbekkur með áföstu borði.

  Gott aðgengi er að sölunum og lyfta upp að aðal inngangi. Draugabarinn er um 250 fm salur. Hann hefur notið mikilla vinsælda sem tónleikastaður og fyrir hinar ýmsu uppákomur.

  Frábært útsýni er yfir hafið. Í húsinu eru einnig listamenn með vinnustofur og sýningar.

  Nánar um salina:
  • Leigjast með eða án veitinga
  • Allur borðbúnaður og uppþvottavél fylgja með
  • Minni veislusalurinn getur tekið 50-70 í sæti
  • Stærri salurinn getur tekið 150-200 í sæti
  • Þriðji salurinn er Draugabarinn sem er um 250 fm salur
  • Flygill á staðnum
  • Stórt svið í stóra salnum
  • Myndvarpi í minni salnum með tölvutengi
  • Stórar svalir með útsýni yfir hafið